Lambalæri

Ekkert er betra en íslenska lambalærið. Náttúrulegt lífrænt ræktað kjöt. Og fyrir þá sem borða kjöt og þurfa jafnvel á því að halda er sjálfsagt ekki til hreinni vara. En nú heyrist mér á bændum að þeir séu ekki ánægðir með verðið sem fæst fyrir kjötið. Það er engan veginn arðbært fyrir bændur að halda úti fjárrækt því arðurinn er enginn. Það væri synd fyrir okkur hin ef þessi búgrein leggst af. Þá er alveg eins víst að ég sveitakonan fái mér nokkrar kindur svona rétt til að eiga lambakjöt á diskinn minn. Kannski maður hverfi einn daginn til fortíðar og fari að stunda sjálfsþurftarbúskap, nokkrar kindur, nokkrar hænur og ein belja. Ekki vitlausara en margt annað sem maður hefur gert í gegnum tíðina.

Aspartam

Mitt aðaláhugaefni í dag er sætuefnið Aspartam. Ég hef verið að reyna að finna mikið af upplýsingum um þetta efni . Sjálfri finnst mér allt sem er sætt ákaflega gott og það má segja að ég borði einhvern sykur á hverjum degi. Veit ég samt vel að sykur er ekki hollur. Þá var bara að leita í einhverja gervisætu og nú er aspartan notað mjög víða. EN, EN þegar ég les mér til um þetta efni þá er þetta mikið eitur og lítið rannsakað og hugsanlega mikið skaðlegra en sykur. Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar svona efni eru sett inn í hvaða fæðu sem er án mikilla rannsókna. Og rannsóknir með rottur hafa sýnt að þeim rottum sem gefin er þessi gervisæta en ekki sykur verða feitari. Svo hefur þetta efni víst allskonar áhrif á líkamsstarfsemina. En það vantar meiri upplýsingar, þá getur fólk valið hvort það vill hafa svona efni hluta af fæðunni sinni.


Sumarlok

Sumarið brátt á enda, ég er búin að vera meira og minna í fríi, unnið í afleysingum í apótekum í sumar. Svolítið skrítið að vera ekki í fastri vinnu og finnast maður ekki vera að gera neitt gagn í þjóðfélaginu. Það að borga ekki reglulega skatt af tekjum sínum er eins og að lifa á öðrum. Þó er yndislegt frelsi að vera ekki fangi vinnunnar og ekki fangi bankana heldur. Standardin bara minnkar og kaupgleðin líka. Möguleikarnir á vinnu eru samt miklir og nú er bara að vanda valið og velja rétt.

Velkomin

Loksins er ég komin með bloggsíðu. Hef verið að hugsa um það lengi þar sem alltaf er gaman að tjá sig um lífið og tilveruna. Vona að þessi síða geti orðið til góðs fyrir alla sem nenna að kíkja á hana og mest fyrir mig sjálfaSmile

Höfundur

Jónína Freydís Jóhannesdóttir
Jónína Freydís Jóhannesdóttir

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband