Færsluflokkur: Bloggar
Sumarið brátt á enda, ég er búin að vera meira og minna í fríi, unnið í afleysingum í apótekum í sumar. Svolítið skrítið að vera ekki í fastri vinnu og finnast maður ekki vera að gera neitt gagn í þjóðfélaginu. Það að borga ekki reglulega skatt af tekjum sínum er eins og að lifa á öðrum. Þó er yndislegt frelsi að vera ekki fangi vinnunnar og ekki fangi bankana heldur. Standardin bara minnkar og kaupgleðin líka. Möguleikarnir á vinnu eru samt miklir og nú er bara að vanda valið og velja rétt.
Bloggar | 28.8.2008 | 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)