Lambalæri

Ekkert er betra en íslenska lambalærið. Náttúrulegt lífrænt ræktað kjöt. Og fyrir þá sem borða kjöt og þurfa jafnvel á því að halda er sjálfsagt ekki til hreinni vara. En nú heyrist mér á bændum að þeir séu ekki ánægðir með verðið sem fæst fyrir kjötið. Það er engan veginn arðbært fyrir bændur að halda úti fjárrækt því arðurinn er enginn. Það væri synd fyrir okkur hin ef þessi búgrein leggst af. Þá er alveg eins víst að ég sveitakonan fái mér nokkrar kindur svona rétt til að eiga lambakjöt á diskinn minn. Kannski maður hverfi einn daginn til fortíðar og fari að stunda sjálfsþurftarbúskap, nokkrar kindur, nokkrar hænur og ein belja. Ekki vitlausara en margt annað sem maður hefur gert í gegnum tíðina.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir

Þú ert nottlega algjör sveitakona í þér, og svona gamldags

love you, love you, love you

Hrafnhildur Gréta Björnsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jónína Freydís Jóhannesdóttir
Jónína Freydís Jóhannesdóttir

Eldri færslur

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband